Bregðast Afríku

Thomas Mukoya

Ráðamenn í Ítalíu og Frakklandi hafa verið sakaðir um að svíkja fyrri loforð þess efnis að hjálpa íbúum Afríku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Aðgerðarhópurinn One sem berst gegn fátækt  sakar stjórnvöld á Ítalíu um að hafa skorið niður fjárframlög sín til Afríku þrátt fyrir fögur fyrirheit árið 2005 um hámarksstuðning.

Í skýrslu, sem  menn á borð við Bill Gates og Desmond Tutu, standa að, kemur fram að bæði ítalskir og franskir ráðamenn halda aftur af öðrum G8 ríkjum þegar kemur að stuðningi við Afríku. 

Árið 2005 hétu ráðamenn G8 ríkjanna því að auka fjárstuðning sinn til Afríku sem nemur 25 milljörðum bandaríkjadala fyrir árið 2010. 

Að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins er skýrslan gerð nú þar sem menn óttast að efnahagskrísa heims muni koma sérlega harkalega  niður á fátækustu þjóðir veraldar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert