sun. 28. apr. 2024 18:40
Þyrluáhöfn gæslunnar hjálpaði til. Mynd úr safni.
Handtekinn af sérsveitarmönnum sem mættu í þyrlu

Lögregla fékk aðstoð sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar þegar hún handtók mann grunaðan um ölvunarakstur á Grímsfjalli í gær.

Vísir greinir frá því að tveimur sérsveitarmönnum hafi verið flogið að Grímsfjalli á Vatnajökli til að aðstoða lögreglu við handtöku í skála, þar sem tveir hópar voru í jeppaferð. Hinn grunaði hafi þá fyrr um kvöldið ekið ölvaður með farþega.

Lögreglan mat aðstæður svo að best væri að óska eftir aðstoð frá þyrluáhöfn gæslunnar, vegna þess að langur akstur var að skálanum og einungis hægt að komast að á sérútbúnum bílum. 

Ekki náðist í varðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi þegar mbl.is hafði samband. 

Ók inn á hættusvæði

Til að flýta enn frekar fyrir voru sérsveitarmennirnir fengnir í verkefnið í stað þess að sækja lögreglumenn á Suðurlandi, segir í frétt Vísis.

Maðurinn mun hefði ekki hlustað á samferðafólk sitt þegar þau sögðu honum að hætta akstri og frekar ekið inn á hættusvæði og komið sjálfum sér og farþeganum í hættu.

Samferðamennirnir treystu sér ekki til þess að aka eftir manninum. Að lokum ók hann sjálfur að skálanum, þar sem hann var maðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina á Selfossi.

til baka