Ótrúleg tilviljun átti sér stað í Alabama

June Carter og Johnny Cash.
June Carter og Johnny Cash. Skjáskot/Instagram

Þau undur og stórmerki áttu sér stað á dögunum að tvær mæður, ókunnar hvor annarri, fæddu börn sín, dreng og stúlku, á sama degi og sama sjúkrahúsi í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. 

Mæðurnar, Sophie Clark og Nicole Davis, voru báðar búnar að ákveða nöfnin vel fyrir fæðingardaginn, en undrið liggur í því. Drengurinn hlaut nafnið Johnny Cash og heitir stúlkan June Carter, eins og ein þekktustu tónlistarhjón sögunnar, Johnny og June Carter Cash. 

Áttu bágt með að trúa þessu

Mæðurnar ræddu við Good Morning America um þessa skemmtilegu tilviljun. Konurnar sögðust hafa átt bágt með að trúa þessu í fyrstu og viðurkenndu að hafa fengið algjört sjokk þegar þær heyrðu tíðindin. Mæðurnar segja fjölskyldurnar tengdar fyrir lífstíð. 

Cash og Carter, sem komu í heiminn með nokkurra klukkustunda millibili á Huntsville-sjúkrahúsinu, fengu að hittast á fæðingardeildinni áður en þau héldu heim, en starfsfólk sjúkrahússins skipulagði samverustund fyrir fjölskyldurnar. 

Johnny Cash, einn þekktasti sveitasöngvari allra tíma, lést í september 2003, aðeins örfáum mánuðum eftir að eiginkona hans June Carter féll frá. Hjónin, sem voru gift í 35 ár, skilja eftir sig þvílíka arfleið, en lög þeirra hafa staðist tímans tönn.

View this post on Instagram

A post shared by ABC News (@abcnews)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert