Rétturinn til hreins, heilnæms og sjálfbærs umhverfis

Nýlegur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um loftslagsmál hefur vakið mikla athygli. Mannréttindalögfræðingurinn Jóna Þórey Pétursdóttir segir að dómurinn byggi á rétt einstaklings til þess að vera frjáls frá umhverfislegum skaða.

Slógu í gegn á Bandaríkjamarkaði

Vörur Good Good hafa slegið í gegn á Bandaríkjamarkaði og víðar. Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good ræðir um vegferð fyrirtækisins og hvert það stefnir í Dagmálum.

Manndrápstíðni enn hvað lægst hér

Manndrápsmál á Íslandi eru afar fátíð miðað við það sem þekkist á Norðurlöndunum. Við erum á svipuðu róli og Noregur þegar horft er á mál miðað við fjölda íbúa. Guðbjörg S. Bergsdóttir er verkefnastjóri á gagnavísinda og upplýsingadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra og hefur puttann á púlsínum þegar kemur að tölfræði yfir hvers konar afbrot framin eru hér á landi. Á tólf mánuðum hafa komið upp átta manndrápsmál og er upplifun margra að það séu tölur sem við höfum ekki séð áður. En það er ekki tilfellið. Guðbjörg rekur það í þættinum og upplýsir að við höfum áður þurft að horfa framan í fimm slík mál á einu ári. Hún fer yfir hvers eðlis þau manndrápsmál sem upp hafa komið á öldinni eru. Þarf engum að koma á óvart að karlmenn eru 90 prósent gerenda. Þá segir hún frá þolendakönnunum sem löreglan stendur fyrir þar sem meðal annars kemur í ljós að einungis 10 til 12 prósent kynferðisbrota eru tilkynnt og það þrátt fyrir mikla umræðu og vakningu í samfélaginu.

Atvinnuhorfur fatlaðs fólks bættar

Færninámskeið munu auðvelda fötluðu fólki að fá og stunda vinnu að sögn Söru Daggar Svanhildardóttur, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun. Í dag eru þrjú hundruð fatlaðir einstaklingar í atvinnuleit.