Metsöluhöfundur með illvígt krabbamein

Sophie Kinsella á sér stóran aðdáendahóp um allan heim.
Sophie Kinsella á sér stóran aðdáendahóp um allan heim. Skjáskot/Instagram

Breski metsöluhöfundurinn Sophie Kinsella, sem heitir réttu nafni Madeleine Sophie Wickham, undirgengst krabbameinsmeðferð. Hún greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gærdag. 

Kinsella greindist með krabbamein í heila, glioblastoma, undir árslok 2022. Æxlið er meðal þeirra illvígustu sem þekkjast. 

Rithöfundurinn, rómaður fyrir stórskemmtilegar persónulýsingar og frábæra sagnagáfu, hefur gengist undir lyfja- og geislameðferð síðustu mánuði. 

Kinsella ákvað að halda krabbameinsgreiningunni leyndri, barna sinna vegna. Hún vildi tryggja að þau fengju tækifæri til að aðlagast breyttum aðstæðum. 

Kinsella sendi heilbrigðisstarfsfólki, fjölskyldu sinni, vinum og lesendum hlýjar þakkarkveðjur fyrir stuðninginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg