Eltihrellir Harry Styles í fangelsi

Það er ekki bara tekið út með sældinni að vera …
Það er ekki bara tekið út með sældinni að vera stórstjarna! AFP

Eltihrellir tónlistarmannsins Harry Styles, Myra Carvalho, hefur verið dæmd í fangelsi eftir að hafa sent Styles átta þúsund bréf á innan við mánuði. 

Carvalho, sem er 35 ára gömul, var kærð fyrir að eltihrella Styles og valda honum alvarlegum skaða og vanlíðan. Hún játaði sök á þriðjudaginn í héraðsdómsrétti í Lundúnum og var dæmd í 14 vikna fangelsi.

Þá hlaut hún einnig tíu ára nálgunarbann og var tilkynnt að hún gæti ekki verið viðstödd neinn viðburð þar sem Styles kemur fram. Þar að auki var Carvalho skipað að hafa ekki samband við Styles, hvorki beint né óbeint. Henni hefur einnig verið bannað að fara inn á ákveðið svæði í norðvesturhluta Lundúna að því er fram kemur á vef Daily Mail

Styles er sagður hafa verið virkilega skelkaður vegna gjörða Carvalho, en í bréfunum lýsti hún meðal annars kynferðislegum hvötum í garð tónlistarmannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg