Mjög sorgmæddur yfir afstöðu Rowling

Breski leikarinn Daniel Radcliffe.
Breski leikarinn Daniel Radcliffe. AFP/Angela Weiss

Breski leikarinn Daniel Radcliffe kveðst vera mjög sorgmæddur yfir afstöðu rithöfundarins J.K. Rowling hvað varðar réttindi transfólks. Hann segist ekki hafa rætt við höfund Harry Potter bókanna í mörg ár. 

Radcliffe lék galdrastrákinn Harry Potter í kvikmyndunum sem gerðar voru eftir bókum Rowling. 

Í viðtali við the Atlantic sagði Radcliffe að skoðanir Rowling gerðu hann mjög sorgmæddan. Radcliffe hefur verið ötull talsmaður fyrir réttindum hinsegin fólks. 

„Af því ég lít á manneskjuna sem ég hitti, á þeim tíma sem við hittumst, og bækurnar sem hún skrifaði, og veröldina sem hún skapaði, og allt það er mér svo innilega samúðarfullt.“

 „Vanþakklátir krakkar“

Rowling telur að réttindi tranfólks stofni réttindum kvenna í hættu. Meðal annars telur hún að hætta stafi af því að trans konur noti búningsklefa, salerni og fangelsi sem eru ætlaðar eru konum. 

Árið 2020 brást Radcliffe við skoðunum Rowling með yfirlýsingu þar sem stóð meðal annars „trans konur eru konur“.

Að sögn Radcliffe reyndi breska pressan að mála hann og meðleikara hans, Emmu Watson og Rupert Grint, sem „vanþakkláta krakka“.

Rupert Grint, J.K. Rowling, Daniel Radcliffe og Emma Watson.
Rupert Grint, J.K. Rowling, Daniel Radcliffe og Emma Watson.

Í síðasta mánuði sagði Rowling að hún myndi fyrirgefa Watson og Radcliffe ef þau myndu biðjast afsökunar. 

„Ég mun halda áfram að styðja við réttindi hinsegin fólks og hef ekki frekari athugasemdir varðandi það,“ svaraði Radcliffe spurður út í ummæli Rowling. 

Skuldar Rowling ekki

Radcliffe sagðist ekki hafi verið í samskiptum við Rowling eftir að hún opinberaði þessar skoðanir sínar.

Hann tók það þó fram að hann hefði líklega aldrei notið eins mikillar velgengni ef Rowling hefði ekki skapað Harry Potter bækurnar. 

„En það þýðir ekki að þú skuldir einhverjum öðrum því sem þú trúir á allt þitt líf.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg