14 látnir og 31 slasaður eftir rútuslys í Mexíkó

Umferðarslysum hefur fjölgað síðustu ár í Mexíkó.
Umferðarslysum hefur fjölgað síðustu ár í Mexíkó. AFP

Að minnsta kosti 14 manns hafa látið lífið og 31 annar eru slasaðir eftir rútuslys í Mexíkó.

Slysið varð í Mexíkó-ríki sem er í útjaðri höfuðborgarinnar þegar rúta valt af veginum.

Fjölgun síðustu ár

Umferðarslysum hefur fjölgað allverulega í Mexíkó síðan árið 2020. Sem dæmi þá voru 377 þúsund slys skráð samkvæmt tölum þarlendrar hagstofu.

Í lok febrúar létust tíu manns í umferðarslysi í San Luis Potosi-ríki. Af þeim voru fjögur börn.

Flutningabifreið keyrði á gangandi vegfarendur í gær og drap þrjá í Oaxaca-ríki í suðurhluta Mexíkó. Ökumaðurinn gengur enn laus.

Samkvæmt tölfræði tryggingafyrirtækja í Mexíkó síðan árið 2012 deyja um 24 þúsund manns árlega sökum umferðarslysa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert