Danmörk og Svíþjóð auka varnarsamstarf

AFP/Ida Marie Odgaard

Varnarmálaráðherrar Danmerkur og Svíþjóðar hafa undirritað viljayfirlýsingu um aukið samstarf ríkjanna í varnarmálum. Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir það óhjákvæmilega þróun að samstarf ríkjanna í varnarmálum aukist nú þegar Svíþjóð er orðinn meðlimur að varnarbandalaginu NATO. Þá er búist er við að ríkin muni samræma kaup á hernaðarbúnaði.

Í sameiginlegri tilkynningu ríkjanna segir að Svíþjóð og Danmörk munu auka samstarf sitt um löggæslu á Eystrasaltssvæðinu, sem byggir á samningum um aðgang að lofthelgi hvors annars. Þá hyggjast varnarmálaráðherrarnir einnig auka samstarf sitt á sjó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert