Hætta starfsemi grænmetismarkaðarins

Frá útimarkaði Mosskóga í Mosfellsdal.
Frá útimarkaði Mosskóga í Mosfellsdal. mbl.is/Árni Sæberg

Þau sem hafa rekið útimarkaðinn Mosskóga í Mosfellsdal hafa ákveðið að hætta starfseminni en þar hefur verið hægt að kaupa varning frá ræktendum og fram­leið­end­um í ná­grenn­inu.

Mikil gleði og glaumur hefur ávallt ríkt á grænmetismarkaðinum í …
Mikil gleði og glaumur hefur ávallt ríkt á grænmetismarkaðinum í Mosskógum og ljóst að margir munu sakna þessa. Samsett mynd

Á grænmetismarkaðnum hefur verið hægt kaupa líf­rænt ræktað græn­meti og ber, heima­gerð­ar sult­ur og mauk, nýbakað brauð, sil­ung frá Heiða­bæ og rós­ir frá Dals­garði.

Frá þessu er greint á Facebook-siðunni Mosskógar Camping Iceland en þar segir meðal annars:

Kæru vinir með þessum pósti viljum við Nonni láta ykkur vita að grænmetis markaðurinn góði verður ekki í sumar. Eftir 30 góð ár í frábærri samvinnu og gleði með góðu fólki sem hefur tekið þátt í þessu ævintýri og frábærum gestum sem komið hafa til okkar öll sumur, þá hefur Nonni ákveðið að nú sé tímabært að hætta.“

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert