Hnífstungumál í Hlíðarendahverfi komið til ákærusviðs

Árásarmaðurinn hefur oft áður komið við sögu lögreglunnar.
Árásarmaðurinn hefur oft áður komið við sögu lögreglunnar. mbl.is/Eggert

Mál mannsins sem grunaður er um að hafa stungið tvo menn með hnífi inn í versluninni OK Market í Hlíðarendahverfi í mars er fullrannsakað að hálfu lögreglunnar og var sent til ákærusviðs embættisins í gær.

Gæsluvarðhald yfir manninum rann út 3. maí en var framlengt til 31. maí. Hann hefur verið í varðhaldi frá 8. mars en árásin átti sér stað deginum áður.

Árásarmaðurinn, sem er um þrítugt og er af erlendu bergi brotinn, hefur oft áður komið við sögu lögreglunnar og var dæmdur fyrir ýmis brot árið 2022.

Hann hefur meðal annars ítrekað hótað Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara lífláti og þá hefur hann verið dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals og verið sakfelldur fyrir fjölmörg brot, þar á meðal valdstjórnarbrot, brot gegn nálgunarbanni, líkamsárás, húsbrot og brot gegn sóttvarnarlögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert