Þrír handteknir fyrir vopnalagabrot

Þrír voru handteknir fyrir vopnalagabrot.
Þrír voru handteknir fyrir vopnalagabrot. Ljósmynd/Colourbox

Þrír einstaklingar voru handteknir í hverfi 220 í Hafnarfirði fyrir vopnalagabrot og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar.

Þeir voru færðir á lögreglustöð og látnir lausir að loknu viðtali.

Tveir handteknir vegna líkamsárásar

Tveir voru handteknir vegna líkamsárásar í hverfi 108 í Reykjavík og voru þeir vistaðir í fangageymslu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Með stolna kerru

Ökumaður var stöðvaður í hverfi 104 í Reykjavík með stolna kerru í eftirdragi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um umferðarslys í miðbæ Reykjavíkur. Maður á rafmagnshjóli ók á gangandi vegfaranda. Báðir voru fluttir á slysadeild til frekari skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert