„Það er hægt að kópera allt“

Sigga Heimis segir að það verði að vekja fólk til umhugsunar um eftirlíkingar sem tröllríða heiminum. Það eru ekki bara gerðar eftirlíkingar af töskum og treflum heldur lyfjum, matvælum og leikföngum.

Flottasta dánarbúið eða lifa og njóta?

Lífeyrir, ellilífeyrir, séreignarsparnaður og viðbótarlífeyrissparnaður. Allt eru þetta hugtök sem valda ólíkum hughrifum hjá okkur. Flest okkar munu þurfa að reiða sig á slíkar uppsafnaðar greiðslur á síðari hluta ævinnar. En hvenær á að hefja töku lífeyris og hvenær má vitja uppsafnaðra réttinda af þessu tagi? Björn Berg Gunnarsson, sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi hefur sérhæft sig í þessum málum og fer hér yfir þá kosti sem í boði eru á hlaðborði lífeyrisréttinda. Sum þessara réttinda erfast á meðan að önnur eru hluti af samtryggingunni sem gagnast þeim sem kerfið okkar á að grípa. Björn Berg segir að mörgum sé umhugað um að tryggja sem best rétt afkomenda sinna á meðan að aðrir horfa til þess að njóta á meðan að heilsan leyfir. Ungt fólk í dag getur orðið vellauðugt ef það hugsar núna út í þessi mál og tekur ákvarðanir til framtíðar þar sem hámarkað er hverju verður safnað og hvernig, til efri áranna. Með því að kynna sér þessi mál er fólk án efa á besta tímakaupi sem því býðst á ævinni. Allt um lífeyrismál út frá forsendum lífeyrisþega í þætti dagsins.

Vill ekki dást að persónu heldur verkum forseta

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að kosningabarátta fyrir forsetakosningar fari fram í of miklum flýti og fyrir vikið skapist aldrei nein dýpt í umræðu um embættið og þá frambjóðendur sem bjóða sig fram. Hann hefur enga eftirsjá af því að hafa boðið sig fram 2016 en segir framboðsdagana hafa verið undarlega að mörgu leyti. Þetta og meira til í Dagmálum dagsins.

Ásýnd og afstaða í forsetakjöri

Hin eiginlega kosningabarátta er loksins hafin, en í slíku persónukjöri skipta ásýnd og ímynd frambjóðenda mun meira máli en einhver ætluð stefnumál í valdalitlu embætti. Andrés Jónsson almannatengill ræðir það við nafna sinn.