Eldhúsáhöldin sem fagfólkið elskar

Vönduð, tímalaus hönnun á eldhús eldhúsáhöld fyrir matarunnendur.
Vönduð, tímalaus hönnun á eldhús eldhúsáhöld fyrir matarunnendur. Samsett mynd

Endeavour er danskt hönnunarmerki sem hannar og framleiðir hnífa, pönnur, skurðarbretti og fleira fyrir fagfólk sem er þó aðgengilegt fyrir alla matarunnendur að eignast.

The Friendly Pan er glæsileg nýjung frá Endeavour, um er að ræða hina fullkomnu pönnu að mati margra fyrir eldhús, panna sem þolir allar áskoranir eldhússins, hönnuð af Nikolaj Kirk og Mikkel Maarbjerg sem báðir eru þekktir matreiðslumenn í Danmörku, sem einnig fengu álit hjá nokkrum af fremstu matreiðslumönnum Danmerkur.

Vinalega pannan frá Ítalíu

The Friendly pan eða vinalega pannan er framleidd á Ítalíu úr 100% endurvinnanlegu áli og laus við PFAS efni, hún er þó sterk eins og stál með keramikhúð sem er einstaklega endingargóð og ræður við öll erfiðustu verkefnin í eldhúsi.

Það er auðvelt að þrífa keramikpönnur og þær ryðga ekki, ásamt því að óþarfi er að halda þeim við með olíu og öðrum aðferðum eins og nauðsynlegt er með járnpönnur. Keramikpönnur eru svo endingargóðar að þær geta jafnvel farið í uppþvottavél.

Þekktir matreiðslumenn frá Danmörku

Nikolaj Kirk og Mikkel Maarbjerg sem báðir eru þekktir matreiðslumenn í Danmörku, eru hönnuðir Endeavour. Eitt meginmarkmið þeirra var að framleiða hnífa og aðrar eldhúsvörur sem uppfylla strangar kröfur þeirra sem atvinnukokkar og seldar eru til hins almenna notanda. Nikolaj Kirk er vinsæll sjónvarpskokkur og Mikkel Maarbjerg hefur verið sæmdur Michelin stjörnum nokkrum sinnum. Saman reka þeir matreiðslu stúdíóið KIRK+MAARBJERG.

Endeavour serían er vönduð, tímalaus og hönnuð til þess að verða á meðal þinna uppáhaldsáhalda í eldhúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert