Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | Fjölskyldan | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

Erlent

142 grunaðir um fíkniefnasmygl
Ítalska lögreglan framkvæmdi allsherjar húsleitir hjá 142 grunuðum félögum „Ndrangheta“ sem er ein af alræmdustu glæpasamtök heimsins.
meira

450 þúsund flúið Rafah
Um 450 þúsund manns hafa flúið borgina Rafah í Palestínu, að sögn flóttamannahjálpar Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu, síðan ísraelsk stjórnvöld biðluðu til íbúa um að rýma borgina þann 6. maí.
meira

Annar bílstjóri Uber handtekinn
Lögreglan í Kaíró í Egyptalandi hefur handtekið bílstjóra leigubílaþjónustunnar Uber sem grunaður er um tilraun til kynferðisofbeldis.
meira

Georgía samþykkir umdeild fjölmiðlalög
Georgíska þingið samþykkti í dag fjölmiðlalög sem kveða á um að fjölmiðlar sem sækja meira en 20% fjármagns síns frá erlendu ríki, verði að skilgreina sig sem fjölmiðil sem starfar í þágu erlends ríkis.
meira

Norðmenn vilja fjórfalda aðstoðina
Ríkisstjórn Noregs hefur lagt til að einum milljarði norskra króna, eða um 13 milljörðum íslenskra króna, verði veitt til aðstoðar Palestínumönnum á þessu ári.
meira

Handtaka gæti leitt til brottreksturs
Þingmönnum breska þingsins gæti verið meinaður aðgangur að þinginu og þeim vikið úr embætti verði þeir handteknir vegna gruns um kynferðis- eða ofbeldisbrot.
meira

Þrír fangaverðir drepnir og fangi leystur úr haldi
Þrír franskir fangaverðir voru drepnir og tveir aðrir særðir, þegar árás var gerð á fangaflutningavagn í Eure-héraði í Frakklandi í morgun.
meira

Fyrsta heimsókn nýs Danakonungs
Friðrik Danakonungur og María drottning eru komin til Noregs í sína fyrstu opinberu heimsókn þangað sem konungshjón sem hófst í morgun og voru viðtökurnar ekki af verri endanum þar sem norsku konungshjónin og krónprinshjónin tóku á móti danska kóngafólkinu.
meira

Samþykkir flutning Fritzl
Austurrískur héraðsdómstóll hefur samþykkt flutning kynferðisbrotamannsins alræmda, Josef Fritzl, yfir í venjulegt fangelsi.
meira

Holland sektar Fortnite og krefst breytinga
Yfirvöld í Hollandi hafa sektað framleiðendur tölvuleiksins Fortnite, Epic Games, um 1,1 milljón evra, eða rúmar 150 milljónir íslenskra króna. Sektin byggir á því að tölvuleikurinn útsetji viðkvæm börn fyrir kaupum á vörum í verslun leiksins.
meira

Munu sækja hart að Cohen
Búist er við því að lögmenn Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, muni sækja hart að fyrrverandi lögmanni hans, Michael Cohen, í vitnastúku seinna í dag.
meira

Segir hergögn á leiðinni til Úkraínu
Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, segir hergögn frá Bandaríkjunum á leið til Úkraínu og fullyrðir að þau muni hafa mikið að segja.
meira

Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna drepinn
Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, SÞ, sem sinnti öryggismálum var drepinn í árás á bíl á Gasavæðinu í gær, að sögn talsmanns hjá SÞ.
meira

Blinken kominn til Úkraínu – Rússar herða sókn
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Úkraínu þar sem hann mun fullvissa heimamenn um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við landið og fleiri vopnasendingar.
meira

Þjóðarmorð í Súdan
Stórfellt mannfall af völdum hungursneyðar vofir yfir í Súdan og eru milljónir manna á vergangi. Alvarlegasti flóttamannavandi heims er sagður eiga sér stað í þessu Afríkuríki og þarf rúmlega helmingur þjóðarinnar nauðsynlega á hjálp að halda.
meira

Dularfull hola á gröf ráðherra
Þýska lögreglan hefur hafið rannsókn á tilurð djúprar holu sem uppgötvaðist í dag við gröf Wolfangs Schäubles, fyrrverandi fjármálaráðherra landsins sem lést í fyrra.
meira

Þýskur kafbátur ógn við norskt lífríki
Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að ætlun ríkisstjórnarinnar væri að ná svo miklu kvikasilfri sem framast væri unnt úr flaki þýska kafbátsins U-864 sem liggur úti fyrir Fedje í Vestland-fylki.
meira

14 ára fangelsi fyrir manndráp
Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa stungið tveggja barna móður til bana á jóladegi árið 2022 í Brisbane, Ástralíu. Vakti málið mikinn óhug og er eitt af nokkrum málum sem leiddi til þess að lög er varða unglingaglæpi voru hert í Queensland-fylki í Ástralíu.
meira

AfD enn á lista sem hættuleg öfgasamtök
Hæstiréttur í Þýskalandi úrskurðaði í dag að þýska leyniþjónustan gæti haldið áfram að fylgjast með öfgahægriflokknum Alternative für Deutschland (AfD).
meira

Réttarhöld hafin á ný í hrottalegu morðmáli
Réttarhöld vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Mia Skadhauge Stevn hófust á ný í Álaborg í dag.
meira

fleiri