Sylvía hannaði 6,5 kg galla á Heru Björk

Sylvía Lovetank segir að það kosti mikla vinnu að halda …
Sylvía Lovetank segir að það kosti mikla vinnu að halda búningi Heru Bjarkar saman.

Listamaðurinn Sylvía Lovetank hannaði búninginn sem Hera Björk Þórhallsdóttir klæðist á Eurovision-sviðinu í kvöld. Þessi gullsamfestingur hefur vakið gríðarlega athygli en hún segir að það kosti mikla vinnu að halda gallanum saman. Perlurnar hrynji af við minnstu hreyfingar og svo er efnið töluvert þyngra en gengur og gerist. Búningurinn var handsaumaður því ekki er hægt að sauma efnið í saumavél. 

„Samtalið byrjaði síðasta haust fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision hefur alltaf verið hátíð í okkar fjölskyldu,“ segir Sylvía. Hún segir að Hera Björk hafi verið með sérstakar óskir fyrir undankeppnina sem haldin var hérna heima og vildi söngkonan hafa kjólinn í appelsíngulum lit og út í bronslitaðan. 

„Við ákváðum að gera nýja búninga fyrir stóra sviðið í Malmö. Listræna teymið í heild ákvað að hækka ránna fyrir íslenska atriðið enn frekar fyrir lokakeppnina í Eurovision 2024. Konseptið var skýrt frá byrjun, litapalletta varð til og allar ákvarðanir urðu að haldast í hendur og við óskir Heru Bjarkar,“ segir Sylvía. 

Gullsamfestingurinn sem Hera Björk klæðist vegur 6,5 kíló og gera …
Gullsamfestingurinn sem Hera Björk klæðist vegur 6,5 kíló og gera perlurnar ekkert annað en að glitra og detta af. Ljósmynd/Sarah Louise Bennett

6,5 kílóa kjóll

Efnið í búningnum hennar er samsett úr um það bil fimm milljónum glerperla sem eru handsaumaðar í efnið og grípa ljósið á framandi hátt. Efnið er þungt og sérlega viðkvæmt en Sylvía keypti það í vefnaðarvöruverslun í Lundúnum. Alls vegur búningurinn 6,5 kíló. 

„Vinnan á bak við það eitt að halda búningnum saman eftir allar æfingar og aksjónið sem hann þarf að ganga í gegnum hefur verið annasamt og tímafrekt verkefni,“ segir Sylvía. 

Með Sylvíu er Heba Björg Hallgrímsdóttir, frænka hennar og „systir“, sem er henni innan handar í þessu ferli en hún hefur unnið í tískuheiminum um langt skeið. Saman hjálpast þær að við að undirbúa búningana sex fyrir stóru stundina.

„Perlurnar elska að hrynja af við öll möguleg tækifæri og þá þurfum við að bregðast við og setja nýjar á,“ segir Sylvía en sér alls ekki eftir því að hafa keypt þetta efni. Það sé sérstakt og fallegt þótt því fylgi stjarnfræðilegt vandamál.

Listamaðurinn Sylvía Lovetank hannaði búninginn sem Hera Björk klæðist á …
Listamaðurinn Sylvía Lovetank hannaði búninginn sem Hera Björk klæðist á sviðinu í Malmö í kvöld.

Fegurðin í forgrunni

„Búningurinn er svo ótrúlega fallegur á sviðinu að vinnan er þess virði. Hér eru öll lönd og keppendur með allt sitt upp á tíu alla daga, nýtt útlit fyrir hvern dag og svo fram eftir götunum. „Imposter“ heilkennið er tilfinning sem hefur daglega dúkkað upp hjá íslenska teyminu í fyrsta sinn,“ segir Sylvía og bætir við: 

„Búningurinn er bara nákvæmlega eins og ég ætlaði að hafa hann og sá hann fyrir mér. Ég er búin að vinna með búninga, fyrir framan myndavélar, í ljósi, skugga og svo framvegis í mörg ár svo þegar ég fann þetta sérstaklega fallega efni þá vissi að það yrði algjörlega tryllt á stóra sviðinu. Búningurinn er samt mun fallegri en ég sá fyrir mér í raun og mikið var hann fagur í mínum huga fyrir fram. Ég er ekki klæðskeri né búningahönnuður að mennt svo vanalega þarf ég bara að fá skemmtilegar hugmyndir að mér finnst. Gera skissu, kaupa efni og klæðskerasnillingar, galdra svo fram mína sýn,“ segir hún og segist hugsa hlýlega til Elmu klæðskera sem saumaði kjólinn. 

„Kögrið í samfestingnum er einnig úr gyltum glerperlum. Þær eru stærri en í gallanum sjálfum. Þær eru þyngri og hreyfast ótrúlega hægt og fallega í endurkasti ljóssins. Ég hef alltaf verið sjúk í kögur, mér finnst það alltaf fallegt og það fer aldrei úr tísku í minni bók,“ segir Sylvía. 

Hér má sjá Heru Björk á fyrstu æfingunni í Malmö.
Hér má sjá Heru Björk á fyrstu æfingunni í Malmö. Ljósmynd/Sarah Louise Bennett
Sylvía elskar kögur og þess vegna varð að vera kögur …
Sylvía elskar kögur og þess vegna varð að vera kögur á búningnum. Ljósmynd/Corinne Cumming
Hera Björk gerði allt vitlaust þegar hún tók lagið sitt …
Hera Björk gerði allt vitlaust þegar hún tók lagið sitt „Scared of Heights“. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál