Þrír í bann vegna rauðra spjalda

Grétar Snær Gunnarsson verður í leikbanni gegn Vestra.
Grétar Snær Gunnarsson verður í leikbanni gegn Vestra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH-ingarnir Grétar Snær Gunnarsson og Ísak Óli Ólafsson hafa báðir verið úrskurðaðir í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands.

Grétar fékk beint rautt spjald í tap gegn Val á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar og verður því í banni í fyrsta bikarleik Hafnfirðinga á næstu leiktíð.

Þá fékk Ísak Óli Ólafsson rautt spjald gegn ÍA í 4. umferð Bestu deildarinnar um síðustu helgi og verður því í leikbanni þegar FH fær Vestra í heimsókn á laugardaginn kemur í 5. umferð Bestu deildarinnar.

Þá var Oliver Stefánsson, varnarmaður ÍA, einnig úrskurðaður í eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn FH og hann verður því fjarri góðu gamni þegar Skagamenn heimsækja Stjörnuna í deildinni á sunnudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert