Víkingar með tvíhöfða fyrir Grindavík

Víkingar og Grindvíkingar taka höndum saman í fótboltanum
Víkingar og Grindvíkingar taka höndum saman í fótboltanum Ljósmynd/Víkingur

Fyrstu heimaleikir Grindavíkur í fótbolta þetta sumarið fara fram á Víkingsvelli í dag. Nýhafinn er leikur Grindavíkur og KR í bikarkeppni kvenna í fótbolta

Grindavík mun spila á velli Víkings í Safamýri í sumar en fyrstu leikir ársins verða haldnir í Víkinni þar sem kvennaliðið mætir KR í bikarnum klukkan 16 og karlalið mætir Fjölni í fyrsta leik í næst efstu deild karla klukkan 19:15.

Víkingur mun bjóða Grindvíkingum upp á samskonar umgjörð og félagið gerir fyrir sín lið í leikjum dagsins en allur ágóði af leikjunum rennur til knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Jón Júlíus frá Grindavík verður vallarþulur, Sigurbjörn Trúbador keyrir upp stemninguna og hamborgarar verða grillaðir.

Hægt er að nálgast viðburðinn á Facebook með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert