Eva Rut besti leikmaður 3. umferðar

Eva Rut Ásþórsdóttir er fyrirliði Fylkis.
Eva Rut Ásþórsdóttir er fyrirliði Fylkis. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Eva Rut Ásþórsdóttir, miðjumaður og fyrirliði Fylkis, var besti leikmaðurinn í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Eva lék mjög vel, skoraði tvö mörk og fékk tvö M þegar nýliðar Fylkis unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu en Árbæingarnir lögðu Keflvíkinga að velli í fjörugum leik á heimavelli sínum, 4:2, síðasta fimmtudagskvöld.

Fyrir vikið eru Fylkiskonur ósigraðar með fimm stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og sitja í fjórða sætinu en flestir spáðu þeim harðri fallbaráttu á þessu keppnistímabili þar sem liðið snýr aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í 1. deildinni.

Fjórtán ára í 1. deild

Eva Rut er 22 ára Mosfellingur og er uppalin hjá Aftureldingu. Hún var aðeins 14 ára gömul þegar hún lék fyrstu meistaraflokksleikina með Aftureldingu í 1. deildinni árið 2016 og spilaði síðan 30 leiki með sameiginlegu liði Aftureldingar og Fram í 2. og 1. deild næstu tvö tímabil.

Nánar er fjallað um Evu Rut í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalslið blaðsins úr 3. umferð Bestu deildar kvenna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert