Ipswich dugar jafntefli í lokaumferðinni

Leikmenn Ipswich fagna sigurmarkinu í kvöld.
Leikmenn Ipswich fagna sigurmarkinu í kvöld. Ljósmynd/Ipswich

Cameron Burgess reyndist hetja Ipswich þegar liðið heimsótti Coventry í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með sigri Ipswich, 2:1, en Burgess skoraði sigurmark leiksins á 69. mínútu og tryggði sínu liði dýrmætan sigur. 

Ipswich er með 93 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum meira en Leeds, fyrir lokaumferðina.

Ipswich dugar því jafntefli í lokaumferðinni, sem fram fer á laugardaginn, gegn Huddersfield á heimavelli til þess að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni en Leeds tekur á sama tíma á móti Southampton.

Ipswich lék í C-deildinni á síðasta tímabili og því stefnir allt í að liðið fari upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Ipswich lék síðast í úrvalsdeildinni árið 2002 en félagið varð enskur meistari árið 1962 og bikarmeistari árið 1978, og þá vann það UEFA-bikarinn árið 1981.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert