Fimm sem horfðu bara á boltann

Leikmenn Crystal Palace fögnuðu fjórum mörkum gegn Manchester United á …
Leikmenn Crystal Palace fögnuðu fjórum mörkum gegn Manchester United á Selhurst Park í gærkvöld. AFP/Adrian Dennis

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum ekki hress með sína menn þegar þeir steinlágu fyrir Crystal Palace, 4:0, í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Hollendingurinn sagði m.a. eftir leikinn að þegar Palace skoraði sitt fyrsta mark, upp úr innkasti, hafi fimm leikmenn United verið steinsofandi á verðinum.

„Þetta á ekki að gerast. Við gáfum þeim auðvelt mark. Þegar þeir fengu innkast voru fimm okkar manna að horfa á, og það er ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili sem það gerist. Ég veit að við erum með unga leikmenn, en ungir leikmenn þurfa að læra að taka ábyrgð þegar þeir spila með aðalliðinu," sagði ten Hag.

Hann nafngreindi ekki fimmmenningana en hjá Sky Sports voru menn fljótir að finna út hverjir það væru. Þetta voru Christan Erksen, Kobbie Mainoo, Aaron Wan-Bissaka, Alejandro Garnacho og Mason Mount.

Þá sögðu  sérfræðingar Sky Sports að Casemiro hefði heldur ekki verið sérstaklega einbeittur þegar innkastið var tekið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert