Verður síðasti leikurinn með Arsenal

Mohamed Elneny er á förum frá Arsenal.
Mohamed Elneny er á förum frá Arsenal. AFP/Adrian Dennis

Mohamed Elneny og Cedric Soares munu yfirgefa herbúðir enska knattspyrnufélagsins Arsenal í sumar. 

Hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano greinir frá.

Verður því leikurinn gegn Everton næstkomandi sunnudag í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þeirra síðasta leikur með félaginu. 

Elneny hefur verið í herbúðum Arsenal í átta ár og Cedric í fjögur. Hafa þeir verið í afar litlu hlutverki á yfirstandandi tímabili og róa á önnur mið í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert