Draga umsókn vegna HM 2027 til baka

Aitana Bonmati og Salma Paralluelo urðu heimsmeistarar með Spáni á …
Aitana Bonmati og Salma Paralluelo urðu heimsmeistarar með Spáni á síðasta ári. AFP/Jorge Guerrero

Knattspyrnusambönd Bandaríkjanna og Mexíkó hafa ákveðið að draga sameiginlega umsókn um að halda HM 2027 í knattspyrnu kvenna til baka.

Í tilkynningu frá samböndunum tveimur kemur fram að þau hyggist nú róa öllum árum að því að sækja um að halda HM 2031 í sameiningu.

Aðeins eru rúmar tvær vikur í að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynni hvaða þjóð eða þjóðir munu koma til með að halda HM 2027.

Nú þegar Bandaríkin og Mexíkó hafa dregið umsókn sína til baka eru nú tvær slíkar um hituna.

Þýskaland, Belgía og Holland hafa sótt um að halda mótið í sameiningu auk þess sem Brasilía vill halda það.

HM 2026 í knattspyrnu karla fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert