Ekki lengur efstur á blaði AC Milan

Julen Lopetegui kemur ekki lengur til greina hjá AC Milan.
Julen Lopetegui kemur ekki lengur til greina hjá AC Milan. AFP/Cristina Quicler

Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui er ekki lengur efstur á óskalista ítalska stórveldisins AC Milan í leit félagsins að nýjum stjóra.

Stefano Pioli lætur af störfum eftir tímabilið og hafði La Gazzetta dello Sport fullyrt að Lopetegui myndi taka við starfinu af honum í sumar.

Ítalski miðillinn dregur hins vegar í land með fyrri fullyrðingar og fullyrðir nú að stjórnarmenn AC Milan hafi ákveðið að skoða aðra kosti þar sem Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, sé efstur á blaði.

Paulo Fonseca, Christophe Galtier og Domenico Tedesco komi þá einnig til greinar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert