Tilnefndur í dönsku úrvalsdeildinni

Orri Steinn Óskarsson fagnar einu markanna gegn AGF.
Orri Steinn Óskarsson fagnar einu markanna gegn AGF. Ljósmynd/FC Köbenhavn

Orri Steinn Óskarsson, landsliðsframherjinn ungi í knattspyrnu, er einn þeirra sem tilnefndir eru í kjörinu á besta unga leikmanni dönsku úrvalsdeildarinnar í apríl.

Orri lauk mánuðinum á glæsilegan hátt með því að skora öll þrjú mörk FC Köbenhavn í  sigri á AGF, 3:2, á Parken á sunnudaginn.

Auk hans eru tilnefndir Andreas Schjelderup og Ibrahim Osman frá Nordsjælland, Dario Osorio frá Midtjylland, Mads Enggård frá Randers og Oliver Provstgaard frá Vejle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert