Ungstirni FC Kaupmannahafnar alvarlega meiddur

Roony Bardghjiy í leik FCK gegn Manchester City í 16-liða …
Roony Bardghjiy í leik FCK gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu AFP/Oli SCARFF

Svíinn Roony Bardghji, liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar og Rúnars Alex Rúnarssonar í FC Kaupmannahöfn, verður frá keppni í eitt ár eftir að hafa orðið fyrir hnémeiðslum á æfingu liðsins.

Bardghji sem verður 19 ára gamall í nóvember hefur verið undir smásjá stórliða í Evrópu á borð við Chelsea og Manchester United. Kantmaðurinn ungi skoraði sigurmark liðsins á móti Manchester liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðastliðið haust.

Bardghji hefur skorað tíu mörk á tímabilinu en FC Kaupmannahöfn situr í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert