Náði fínum árangri á Spáni

Haraldur Franklín Magnús náði fínum árangri á Spáni.
Haraldur Franklín Magnús náði fínum árangri á Spáni. Ljósmynd/IGTTour

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús náði fínum árangri á Challenge de España-mótinu á Áskorendamótaröðinni um helgina en leikið var í Sevilla.

Haraldur komst í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi og endaði á parinu og í 52. sæti. Hann lék fyrsta hring á 72 höggum, annan hring á 69 höggum, þann þriðja á 72 höggum og þann fjórða og síðasta á 75 höggum.

Haraldur hefur leikið á fimm mótum á mótaröðinni í ár og farið í gegnum niðurskurðinn á þremur þeirra. Er hann í 58. sæti á stigalista mótaraðarinnar sem er sú næststerkasta í álfunni.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson léku einnig á mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurðinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert