Valskonur flugu í úrslitin

Eyjakonan Guðrún Hekla Traustadóttir sækir að Valskonum á Hlíðarenda í …
Eyjakonan Guðrún Hekla Traustadóttir sækir að Valskonum á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur og ÍBV áttust við í þriðja leik sínum í undanúrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í handbolta og lauk leiknum með sigri Valskvenna, 30:22. Valskonur unnu einvígið 3:0 og eru komnar í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætir annaðhvort Fram eða Haukum.

Birna Berg Haraldsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins og kom ÍBV yfir. Var það í eina skipti hálfleiksins sem eyjakonur voru með forystu því Valur jafnaði strax og komst yfir en aldrei langt yfir. Eyjakonur náðu að jafna einu sinni í fyrri hálfleik í stöðunni 9:9

Valskonur leiddu hálfleikinn lengst af með einu til tveimur mörkum og náðu mest þriggja marka forskoti í stöðunni 12:9 en þann mun náðu eyjakonur að minnka í eitt mark fyrir leikhlé í stöðunni 12:11. Þó munurinn hafði ekki verið mikill í hálfleiknum þá voru valskonur alltaf skrefi á undan og var tilfinningin aldrei sú að eyjakonur myndu ógna að einhverju ráði. Hafi hver sína skoðun á því. 

Eyjakonur mættu af fullri hörku í síðari hálfleikinn og virtist allt benda til þess að þær ætluðu að gefa valskonum alvöru handboltaleik og jafnvel vinna leikinn. Eyjakonu náðu að jafna í stöðunni 13:13 og komast yfir í stöðunni 14:13 fyrir ÍBV. Marta Wawrzynkowska var að verja jafn vel og í fyrri hálfleik og virtist allt vera að ganga upp hjá eyjakonum. Það ekki alveg svo þvi valskonur skoruðu fjögur mörk í röð, jöfnuðu og komust þremur mörkum yfir í stöðunni 17:14 fyrir Val.

Eftir þetta voru eyjakonur að elta og reyna jafna leikinn. Eyjakonur minnkuðu muninn í eitt mark í stöðunni 19:18 en þá komu fjögur mörk í röð frá valskonur og munurinn orðinn 5 mörk í stöðunni 23:18 fyrir Val. Mestur varð munurinn 8 mörk í leiknum en eftir að valskonur náðu fimm marka forskoti var eins og allur neisti slokknaði í eyjakonur sem virtust sætta sig við að vera komnar í sumarfrí.

Svo fór að leiknum lauk eins og áður sagði með sigri Vals 30:22

Markahæstar í liði Vals voru Elín Rósa Magnúsdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Thea Imani Sturludóttir, allar með 6 mörk. Hafdís Renötudóttir varði 7 skot og Sara Sif Helgadóttir varði 5 skot, þar af eitt vítaskot.

Markahæst í liði ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir með 7 mörk. Marta Wawrzynkowska varði 11 skot fyrir ÍBV og Réka Bognár eitt skot.

Valskonur mæta Fram eða Haukum í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 30:22 ÍBV opna loka
60. mín. Ásdís Þóra Ágústsdóttir (Valur) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert