Hákon Daði illa meiddur

Hákon Daði Styrmisson á æfingu með landsliðinu.
Hákon Daði Styrmisson á æfingu með landsliðinu. Kristinn Magnússon

Handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson meiddist á hné í leik Eintracht Hagen og N-Lübbecke í 2. deild þýska handboltans í gærkvöldi. Óttast er að hann verði lengi frá keppni.

Hákon Daði staðfestir í viðtali við handbolti.is að innra liðband í hnénu og liðþófi hafi skaddast en ekki er hægt að segja til um ástand krossbandsins fyrr en bólgur í hnénu minnki. Hákon Daði sleit krossband í hné fyrir þremur árum síðan.

Hákon Daði skrifaði undir þriggja ára samning við Hagen í apríl á þessu ári en hann hefur leikið afar vel með liðinu undanfarið. Eyjamaðurinn lék áður með Gummersbach.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert