Pistlar:

15. maí 2024 kl. 10:23

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Skilyrðislausa góðmennskuloforðið

Geta íslenskir forsetaframbjóðendur svikið börnin á Gasa eins og haldið hefur verið fram nú í aðdraganda forsetakosninga? Og ef þeir hafa svikið þau eru það þá einu börnin í veröldinni sem forsetaframbjóðendurnir hafa svikið? Það getur verið erfitt að koma auga á rökin bak við slíkar fullyrðingar sem eru þó dæmigerðar fyrir margt í þjóðmálaumræðunni í dag. Margir virðast trúa því einlæglega að íslenskt samfélag skuldi fólki úti í heimi betra líf. Skiptir engu hvar þetta fólk býr eða við hvað aðstæður það lifir. Hvað nákvæmlega fær fólk til að hugsa þannig er erfitt að segja en hugsanlega er hugmyndin um ábyrgð og skyldur í samfélagi eins og hér á Íslandi fullkomlega á reiki og því margir búnir að missa sýn á hvaða skyldur eitt samfélag hefur og hvort að skyldurnar geti orðið meiri en inní sameiginlega sjóði er lagt?border

Í dag er talað nokkuð frjálslega um samfélagið, sögu þess og gildi eða það sem yfirleitt sameinar fólk á tilteknu landsvæði utan um einhver sameiginleg gildi og markmið. Vanalega höfum við stjórnmálin til að ná utan um þessa vegferð. Stjórnmálaflokkarnir skerpa á hinni hugmyndafræðilegu sýn og bjóða upp á mismunandi leiðir og stefnu. Það hafa komið tímabil hér á landi þar sem ekki hefur borið mikið á milli þegar kemur að markmiðum þó á flestum tímum hafi verið deilt um leiðir. Þarna hefur orðið breyting.

Ná skyldur velferðarkerfisins út fyrir landsteinanna?

Málefni, flóttamanna, hælisleitenda og innflytjenda hafa flækt málið og lesendur þessara pistla hafa tekið eftir að hér er talsverð umræða um þessi mál. Eftir því sem fjölgar í þessum hópi því meiri verður umræðan. Engum dylst að það er búið að færa mjög út skyldur íslensks samfélags sem sést ágætlega í máli þeirra þriggja nígerísku kvenna sem nú hefur verið vísað úr landi. Þeir sem gagnrýna brottvikninguna hafa ekki sparað stóryrðin en því er haldið fram að íslenska ríkið beri ábyrgð á þessum konum í nafni mannúðar og mannréttinda þeirra. Ekkert segir þó að slík réttindi séu altæk. Eins og oft áður í slíkum málum þá fáum við til þess að gera einhliða fjölmiðlaumfjöllun, við vitum til dæmis ekkert um rökstuðning eða forsendur þeirra úrskurðaraðila sem um málin fjalla. Þessir aðilar, sem eru væntanlega að starfa samkvæmt lögum, hafa haft málin lengi til meðferðar og búið var að tæma áfrýjunarúrræði sem höfðu tafið málið og tryggt viðkomandi lengri dvöl á landinu. Konurnar þrjár höfðu hafnað öllu samstarfi við íslensk yfirvöld.

Löggjafinn miður sín yfir lögunum

Fulltrúar Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og ríkislögreglustjóra mætu á fund allsherjar-, og menntamálanefndar Alþingis til að gera grein fyrir þessari ákvörðun í gær. Ríkisútvarpið sagði frá þessu án þess þó að vitna með neinum hætti á rökstuðning þessara aðila. Í fréttinni er þetta hins vegar haft eftir þingmanninum Jódísi Skúladóttur: „Ég er fullkomlega miður mín yfir örlögum þeirra og ég er svo sannarlega ekki ein um það. Það eru takmörk fyrir því hversu lágt við sem samfélag viljum og getum lagst og við þurfum að vita hvernig svona getur gerst.“

Getur verið að það sé þingmanninum hulið að það séu lög í landinu og meðhöndlun hælisleitenda stjórnist ekki af geðþóttaákvörðunum? Gera má ráð fyrir að á fundinum sem Jódís sat hafi komið fram ítarlegur rökstuðningur fyrir brottvikningunni. Hún tekst ekki á við þau rök heldur grípur til tilfinningahlaðinnar orðræðu. Hún er svo sem ekki ein um það. Talskona Stígamóta gagnrýnir aðgerðina í heild sinni. Frá handtöku kvennanna á föstudag til brottvísun þeirra í fyrradag. „Við erum komin á einhvern nýjan stað á Íslandi þegar við erum farin að brottvísa mansalsþolendum sem hafa verið hérna árum saman á Íslandi. Með afskaplega ómannúðlegum hætti. Þær eru handteknar á föstudag, meinað að fá heimsóknir, sama hvort það sálfræðingur eða prestur, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta við Vísi.border

Alþjóðleg aðgerð

Þessi brottvikning er ekki ódýr, frekar en annað það er snertir útlendingamál. Fólk sem vill ekkert samstarf er flutt nauðugt. Samkvæmt frétt á Vísi fóru þrettán starfsmenn frá embætti ríkislögreglustjóra auk eins læknis með í flugi til Frankfurt í gær. Aðgerðin er sameiginleg aðgerð fjögurra landa og að mestu kostuð af Frontex. Í Frankfurt voru á annað hundrað nígerískir ríkisborgarar sameinaðir í eina flugvél sem er flogið til Nígeríu. Hluti íslensku lögreglunnar fylgir þeim alla leið til Nígeríu og kemur svo heim.

Þrátt fyrir þessi ummæli þeirra Jódísar og Drífu er staðreyndin sú að íbúum flestra landa Evrópu ofbýður hraður innflutningur hælisleitenda og gera má ráð fyrir að aðgerðum sem þessum fjölgi. Í nýrri könnun sem spænska dagblaðið El País gerði kemur fram að 7 af hverjum 10 Evrópubúum telja að landið þeirra taki við of mörgum innflytjendum. Niðurstöður könnunarinnar eru svona sundurliðaðar eftir löndum, prósentan sýnir hlutfalla þeirra sem telja að land þeirra taki við of mörgum.

Grikkland: 90%
Kýpur: 84%
Írland: 78%
Austurríki: 77%
Þýskaland: 77%
Búlgaría: 76%
Pólland: 75%
Ítalía: 74%
Frakkland: 70%
Spánn: 70%
Svíþjóð: 70%

Ekki er vitað hvert þetta hlutfall er hér á landi en af viðtölum við fólk má ætla að fjölmiðlaumfjöllunin og þeir álitsgjafar sem þar birtast séu í minnihluta. Mjög margir á Íslandi telja að í óefni stefni í útlendinga- og hælisleitendamálum. Nú er bara spurning hvort stjórnvöld geti brugðist við því vegna hávaða sem birtist í einhliða fjölmiðlaumræðu.

mynd
13. maí 2024

Hringlandaháttur í útlendingamálum

Við Íslendingar höfum kosið að læra ekkert af reynslu nágrannalanda okkar í útlendingamálum. Hvað nákvæmlega veldur er erfitt að segja, hugsanlega er landinu núna stýrt af fólki sem hefur lítinn áhuga á sagnfræði eða hvernig utanaðkomandi breytingar geta móta samfélagið. Eða að það jafnvel trúi því ekki að slíkir hlutir skipti máli, þróunin verði að hafa sinn gang og við höfum hreinlega ekkert um meira
mynd
9. maí 2024

Duero - þar sem púrtvínið skákar rauðvíninu!

Duero-áin er eitt helsta kennileiti Portúgals en hún á þó upptök sín í fjöllunum langt norður af Madríd á Spáni þar sem hún rennur frá norðaustri til suðvesturs. Vegferð hennar til sjávar er löng en hún er talin vera alls um 890 km og þar af eru 260 km innan landamæra Portúgals. Til samanburðar er Þjórsá lengsta á Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Duero er heill meira
mynd
7. maí 2024

Sprengju-kveikur í Kastljósinu

Áhorfendur Ríkisútvarpsins hafa nú séð umfjöllun um viðskipti Reykjavíkurborgar við olíufélögin vegna lóðarmála. Viðskipti sem kalla má „gjafagjörning.“ Eins kunnugt er þá var þátturinn tekinn af dagskrá fréttaskýringaþáttarins Kveiks, en undir þeim formerkjum birtir fréttastofa Ríkisútvarpsins rannsóknarblaðamennsku sína. Mikla athygli vakti þegar ritstjóri Kveiks, Ingólfur meira
mynd
5. maí 2024

14 ára bið Verkamannaflokksins að ljúka

Flest bendir til þess að breski Verkamannaflokkurinn vinni kosningarnar í Bretlandi þegar þær verða haldnar en það getur í síðasta lagi orðið í janúar á næsta ári. Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sætum og vann meirihluta í mörgum kjördæmum. Á sama tíma galt Íhaldsflokkurinn afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 meira
mynd
3. maí 2024

Virkjum Bessastaði!

Orkumál eru í fyrsta skipti kosningamál í forsetakosningum á Íslandi og spurning hvort slagorð Ástþórs Magnússonar um virkjun Bessastaða verði loksins að veruleika! Erfitt er að segja nákvæmlega hvað veldur þessari tengingu, það að orkumálastjóri er í framboði eða staða orkumála á Íslandi þar sem stefnir í orkuskort? Sjálfsagt hafa báðir þessir þættir áhrif þó með ólíkum hætti sé. Við Íslendingar meira
mynd
2. maí 2024

Gist og snætt í Porto

Undanfarin ár hefur Porto verið vinsæll áfangastaður Íslendinga en þangað er um fjögurra tíma flug og borgin falleg og áhugaverð. Ekki of stór sem sumum kann að þykja þægilegt en íbúafjöldi Porto er um 250 þúsund manns en Stór-Porto svæðið telur vera um eina milljón. Rétt eins og á við um höfuðborgarsvæðið hér á Íslandi þá verða mörk millii sveitarfélaga óljós og fyrir aðkomumenn þá rennur þetta meira
mynd
30. apríl 2024

Kosturinn við Kína er fjarlægðin

Það að formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins lofi og prísi kínverskt stjórnarfar ætti að vera nokkur viðvörun í báðum löndum en í Morgunblaðinu í síðustu viku mátti lesa frásögn af miklum áhuga kínverskra yfirvalda á að efla tengsl við Ísland. Þá rifjast upp, að fyrir okkur Íslendingar er fjarlægðin líklega helsti kosturinn við Kína og má hafa í huga kínverska málsháttinn meira
mynd
22. apríl 2024

Fólksfækkun, flokksræði og velferðakerfi Kína

Fólki fækkaði í Kína annað árið í röð í fyrra og um leið dróst landsframleiðsla saman. Kínversk stjórnvöld horfa nú fram á verulegar áskoranir í viðleitni sinni til að stýra nánast öllum breytingum í þessu fyrrum fjölmennasta ríki heims. Talið er að milli 1,5 til 2 milljónir manna hafi látist af áhrifum kóvid-faraldursins í landinu en það eru smámunir einir miðað þær miklu breytingar sem hafa meira
mynd
20. apríl 2024

Lamaðir innviðir vegna flóttamanna

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni kom fram að rúmur fjórðungur leik- og grunnskólakennara sér ekki fyrir sér að vera í sama starfi eftir fimm ár, samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Kennarasambands Íslands. Ástæðan er meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara. Nefnt var sem dæmi að þess fyndust dæmi að 90% nemenda í meira
mynd
19. apríl 2024

Grettistak í menntun lækna

Það verður að telja augljóst að Íslendingar ættu að drífa sig í því að heiðra sérstaklega Runólf Oddsson, ræðismann Slóvakíu á Íslandi. Segja má að Runólfur hafi lyft grettistaki við að mennta íslenska heilbrigðisstarfsmenn undanfarinn áratug og þannig bjargað íslenska heilbrigðiskerfinu frá miklum hörmungum. Augljóslega stefndi í óefni með menntun lækna hér á landi áður en námsmenn fóru að leita meira
mynd
16. apríl 2024

Haglýsing á tímum stöðugleikastjórnar

Ný ríkisstjórn er mynduð um þá viðleitni að varðveita stöðugleika í landi sem er eins og önnur lítil hagkerfi ekki þekkt fyrir mikið efnahagslegt jafnvægi. Því gat það verið skynsamlegt að tryggja í það minnsta pólitískan stöðugleika þó því geti stundum fylgt stöðnun á öðrum sviðum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk í heimamund árið 2017 góða stöðu ríkissjóðs og munaði þar mestu um einstakan meira
mynd
15. apríl 2024

Trúarleg skautun Miðausturlanda

Um öll Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna meðal íbúa fara lækkandi sem er skýrt merki um að hin trúarlega skautun í þessum heimshluta sé að aukast verulega. Tölurnar vekja undrun. Það má fyrst nefna að kristnum mönnum hefur fækkað jafnt og þétt í Tyrklandi síðan seint á 19. öld þegar þeir voru á milli 20% og 25% íbúanna. Í þá daga var þetta svæði hluti af Ottómanveldinu sem stundum var meira
mynd
13. apríl 2024

Óhreinu börn velferðakerfisins

Ef fjölskylda fíknisjúklings fær upphringingu frá lögreglunni eða heilbrigðisþjónustunni um að sjúklingurinn sé í höndum þeirra er fjölskyldan undantekningalaust beðin um að taka við viðkomandi. Skiptir litlu í hvaða ástandi hann er. Þegar svo er komið, treysta fæstir í fjölskyldunni sér til þess enda er að baki áralöng saga sem hefur yfirtekið líf viðkomandi fjölskyldu. Stundum getur fólk ekki meira
mynd
11. apríl 2024

Evrópska flóttamannavirkið

Á nánast hverjum einasta degi ársins koma bátar hlaðnir flóttamönnum upp að ströndum Evrópu. Upp úr bátunum stekkur fólk, stundum innan um sólbaðsdýrkendur og reynir að hlaupa í felur. Sumum tekst það, öðrum ekki. Ekki komast allir bátarnir að strönd og Atlantshafið og sérstaklega Miðjarðarhafið verða vot gröf margra flóttamanna sem flestir koma frá Afríku. Þetta er fátækt fólk sem hefur lagt í meira
mynd
9. apríl 2024

Glæpir gegn mannkyninu

Í bók sinni um Miðausturlönd áætlar Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor að um tvær og hálf milljón manna hafi látist í stríðum Miðausturlanda síðustu 50 ára eða svo. Því til viðbótar hafi um 8 milljónir manna lagt á flótta. Bók Magnúsar kom út 2018 og síðan hefur fólk haldið áfram að deyja á þessu svæði, nú síðast ríflega 30 þúsund manns á Gaza. Á sama tíma hefur fjöldi fólks dáið í Sýrlandi og meira
mynd
6. apríl 2024

Latir Íslendingar

Stundum geta stuttar fréttir sagt mikla sögu, jafnvel um breytingar á samfélaginu sem ekki blasa við og þarf þá ekki endilega að byggja á einhverskonar vísindalegri aðferðafræði. Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa frétt um að Íslendingar séu hættir að nenna að vinna erfiða líkamlega vinnu. Þetta er haft eftir fulltrúa dekkjaverkstæðis og ályktun sína byggir hann á því að fyrir skömmu hafi fyrirtækið meira
mynd
4. apríl 2024

Bókadómur: Seðlabankinn gegn Samherja - Eftirlit eða eftirför?

Í hlaðvarpinu Þjóðmálum var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, spurður af hverju hann hefði tekið slaginn við Seðlabankann út af því máli sem bókin Seðlabankinn gegn Samherja – Eftirlit eða eftirför?, fjallar um. Þorsteinn Már svaraði því til að það hefði skipt miklu að hann gat það. Að fyrirtæki hans væri það stórt og stöndugt og að hann hefði getað barist við það sem fyrir meira
mynd
2. apríl 2024

Óþekka stúlkan Giorgia Meloni

Allajafnan hefði ég eytt dymbilvikunni á Ítalíu í lífslangri tilraun til að meðtaka anda þessa fagra lands og grípa hluta af menningunni sem er svo yfirþyrmandi að það verður ekki gert almennilega nema með rauðvíni og pasta. En það varð ekki að þessu sinni. Það breytir því ekki að Ítalía er alltaf í huga þeirra sem þangað hafa komið og nú eru ferðirnar komnar á vel á annan tug og sumum hefur verið meira
mynd
1. apríl 2024

Vaxandi ofsóknir gegn kristnum mönnum

Á páskunum minnast kristnir menn dauða og pínu Krists en fylgjendur hans mynda stærsta söfnuð heims. Páskarnir eru reyndar gömul hátíð gyðinga en kristnir menn hafa að hluta til slegið eign sinni á þá. Það er hins vegar ekki öllum ljóst að nú er talið að kristnir menn séu opinberlega ofsóttir í hvorki fleiri né færri en 139 löndum. Þúsundir kristinna manna falla í ofsóknum á hverju ári um víða meira