Glæpum vegna gyðingahaturs fjölgar í Svíþjóð

Samtals 110 atvik voru tilkynnt á tímabilinu 7. október til …
Samtals 110 atvik voru tilkynnt á tímabilinu 7. október til 31. desember til samanburðar við 24 árið 2022. AFP

Allt að 110 glæpir vegna gyðingahaturs voru tilkynntir til lögreglunnar í Svíþjóð frá 7. október til ársloka 2023, eða frá upphafi stríðsátaka Ísraela og Palestínumanna.

Þetta tilkynnir The Swedish National Council for Crime Prevention (BRA).

Í um 20% af glæpunum var vitnað á einhvern hátt í árásir Hamas-samtakanna eða árásir á Gasasvæðinu.

„Þar á meðal eru gyðingahatur, spjöld og yfirlýsingar í tengslum við mótmæli, einnig eru þarna hótanir og brot gegn einstaklingum á grundvelli bakgrunns þeirra, þar sem fólki er kennt um aðgerðir Ísraels á Gasa,“ sagði Jon Lundgren, rannsóknarmaður hjá BRA.

Til sambanburðar voru árið 2022 samtals 24 atvik tilkynnt vegna gyðingahaturs í Svíþjóð. 

Sambærileg atvikum vegna gyðingahaturs eða múslimahaturs hefur fjölgað hratt víða um heiminn frá upphafi stríðsátakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert