Um 5.000 milljarðar í enduruppbyggingu

Húsarústir í borginni Khan Yunis á suðurhluta Gasasvæðisins.
Húsarústir í borginni Khan Yunis á suðurhluta Gasasvæðisins. AFP

Það mun kosta um það bil 30 til 40 milljarða bandaríkjadala að endurreisa Gasasvæðið þar sem stríð hefur geisað að undanförnu. Það jafngildir um 4.200 til 5.600 milljörðum íslenskra króna. 

Einnig er þörf á aðstoð á svæðinu af stærðargráðu sem hefur ekki sést síðan í seinni heimsstyrjöldinni, að sögn stofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Palestínskur maður á gangi í borginni Khan Yunis í dag.
Palestínskur maður á gangi í borginni Khan Yunis í dag. AFP

„Upphaflegar tölur Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna gefa til kynna að enduruppbygging …. Gasasvæðisins fari yfir 30 milljarða bandaríkjadala og gæti náð 40 milljörðum,” sagði Abdallah al-Dardari, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum.

„Umfang eyðileggingarinnar er gríðarmikið og engin fordæmi eru fyrir því…þetta er verkefni sem alþjóðasamfélagið hefur ekki glímt við síðan í seinni heimsstyrjöldinni,” bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert