Vond lykt eftir verktaka

Slökkviliðið fór á svæðið eftir að tilkynning barst.
Slökkviliðið fór á svæðið eftir að tilkynning barst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkur erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu í dag en fyrr í kvöld barst tilkynning um vonda lykt úr niðurföllum í Laugardalnum.

Við nánari skoðun kom í ljós að verktakar sem voru við vinnu í hverfinu hefðu hellt einhvers konar málningarhreinsi niður í holræsi.

Þegar slökkviliðið kom á svæðið voru íbúar nú þegar byrjaðir að sprauta vatni niður holræsið til að losna við lyktina.

„Við fórum bara og fundum hvaðan lyktin kom. Síðan fær sá sem réði verktakann í vinnu það verkefni að ræða við hann,“ segir Bjarni Ingimars­son, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins í samtali við mbl.is.

Lyktin úr niðurföllunum fór eftir að efnið var skolað niður með vatni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert