Ekki hægt að halda Vík opinni yfir sumarið

Meðferðarheimilið Vík.
Meðferðarheimilið Vík. Ljósmynd/SÁÁ

Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ segir ekki standa til að halda meðferðarstöðinni Vík opinni yfir sumartímann í ár.

„Það er meira en að segja það að gera það,“ segir Anna í samtali við Morgunblaðið.

Þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, vakti athygli á lokuninni á Alþingi og krafði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um svör. Sagði ráðherra ekki standa á sér að finna fjármagn, svo ekki þyrfti að hætta meðferð hjá SÁÁ yfir sumarið.

Vongóð um framtíðina

Eins og er vinna SÁÁ og Sjúkratryggingar Íslands hörðum höndum að gerð nýs samnings. Segir Anna miklar vonir bundnar við nýjan heildarsamning enda séu þeir fjórir samningar sem nú eru í gildi löngu orðnir úreltir og ekki í neinu samræmi við þá þjónustu sem SÁÁ veiti.

Kveðst Anna vongóð um að drög að heildarsamningnum verði tilbúin í sumar og að í þeim verði m.a. rétt mönnunarviðmið og fjármagn sem geti gert Vík og SÁÁ kleift að keyra á fullum afköstum allan ársins hring í framtíðinni.

Aðspurð segir hún umræður um sumarfrí starfsmanna meðferðarúrræða vakna á ári hverju. Hún skilji þau sjónarmið mætavel enda hafi fólk réttilega áhyggjur af aðgengi að slíkri þjónustu, sem þó sé betra hér en víða annars staðar í heiminum. Auðvitað sé það áhyggjuefni að fólk falli á meðan úrræðið sé lokað enda eðli sjúkdómsins.

„Auðvitað í draumaheimi myndum við vilja hafa allt opið.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert