Biskupskjör hefst á hádegi

Guðrún Karls Helgudóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson.
Guðrún Karls Helgudóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson. Samsett mynd

Síðari umferð biskupskosninga hefst kl. 12 í dag, fimmtudag, og lýkur kl. 12 þriðjudaginn 7. maí. Kosið er á milli sr. Guðmundar Karls Brynjarsonar sóknarprests í Lindakirkju og sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur sóknarprests í Grafarvogskirkju, en þau hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosningarinnar, hvorugt hreinan meirihluta þó. Því er kosið á milli þeirra tveggja nú.

Áskilið er að biskup njóti meirihlutafylgis í kosningunni, en ekkert hinna þriggja sem í framboði voru í fyrri umferðinni náði þeim árangri. Í fyrri umferð fékk sr. Guðrún 45,97% atkvæða en sr. Guðmundur Karl 28,11%.

Kjörskrá er óbreytt frá fyrri umferð kosninganna, en á kjörskránni eru 2.286 einstaklingar. Mikill meirihluti þeirra er leikmenn, en þeir eru 2.119 talsins. Prestar og djáknar á kjörskrá eru alls 167, þar af 150 prestar og 17 djáknar.

Í fyrri umferðinni greiddu 1.825 manns atkvæði og var kjörsókn 79,83%.

Gert er ráð fyrir að niðurstaða kosninganna, sem er rafræn, liggi fyrir fljótlega eftir hádegið þriðjudaginn 7. maí. Nýr biskup Íslands verður síðan vígður sunnudaginn 1. september nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert