Mikið magn af þýfi fannst: Tveir handteknir

Eigandinn staðsetti þýfið og óskaði eftir aðstoð lögreglu.
Eigandinn staðsetti þýfið og óskaði eftir aðstoð lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla handtók tvo eftir að mikið magn af þýfi fannst í húsnæði.

Raunverulegur eigandi munanna hafði staðsett þýfið og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þá var tilkynnt um þjófnað út verslun. Var gerandi enn á staðnum er lögreglu bar að garði og var málið afgreitt á vettvangi.

Að minnsta kosti tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum vímugjafa. Voru þeir báðir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert