Skjálftinn stærri en fyrstu tölur gáfu til kynna

Upptök skjálftans voru vestan við Kleifarvatn.
Upptök skjálftans voru vestan við Kleifarvatn. mbl.is/Arnþór

Íbúar á suðvesturhorninu fundu greinilega fyrir jarðskjálfta sem reið yfir á sjötta tímanum.

Samkvæmt yfirförnum upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands var skjálftinn 3,3 að stærð og voru upptök hans á 5,6 km dýpi vestan við Kleifarvatn. 

Fjöldi tilkynninga barst Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum.

Fyrstu tölur Veðurstofu bentu til þess að skjálftinn hefði verið 2,7 að stærð. 

Fréttin var uppfærð klukkan 18.07.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert