TikTok í mál við bandaríska ríkið

AFP/Oliver Douliery

TikTok og móðurfyrirtæki þess, ByteDance, hafa kært bandarísk stjórnvöld vegna ákvörðunar stjórnvalda vestanhafs sem gæti leitt til mögulegs banns á miðlinum.

Segja TikTok og ByteDance að mögulegt bann sé brot á fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar.

Í apríl samþykkti öldungadeild bandaríska þingsins frumvarp sem leiðir af sér að fyrirtækið verði að losa sig við alla kínverska eigendur sína, annars verður forritið bannað í Bandaríkjunum. Joe Biden undirritaði frumvarpið fyrir tveim vikum og hefur TikTok níu mánaða frest til að selja forritið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert