Brasilískur framherji á Nesið

Franciele Cupertino er komin í Gróttu.
Franciele Cupertino er komin í Gróttu. Ljósmynd/Grótta/Eyjólfur Garðarson

Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá samningi við framherjann Franciele Cupertino. Samningurinn gildir út tímabilið.

Sóknarkonan er frá Brasilíu, en stundaði nám við West Virginia State-háskólann og lék með knattspyrnuliði skólans. Hún er fædd árið 1996 og á að baki leiki fyrir yngri landslið Brasilíu.  

Grótta hafnaði í fjórða sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og var í baráttu um sæti í Bestu deildinni fram í lokaumferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert