Bestur í Bestu deildinni í apríl

Kyle McLagan, til hægri, í leik Fram og Vals á …
Kyle McLagan, til hægri, í leik Fram og Vals á Hlíðarenda á mánudagskvöldið. mbl.is/Árni Sæberg

Bandaríski varnarmaðurinn Kyle McLagan var besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta í aprílmánuði, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.

Hann var í lykilhlutverki í sterkri vörn Fram sem fékk aðeins tvö mörk á sig í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar.

Kyle fékk fimm M í fjórum leikjum Framara, tvö í einum og eitt í hverjum hinna þriggja, og hann var valinn í úrvalslið umferðar í þrjú skipti af fjórum í apríl. Eini leikmaðurinn í deildinni sem náði þeim árangri.

Óhætt er að segja að hann eigi þátt í umbreytingu á varnarleik Framara sem á sama tíma í fyrra sátu á botni deildarinnar og höfðu fengið á sig ellefu mörk.

Björn og Arnar næstir

Tveir aðrir leikmenn í Bestu deildinni fengu fimm M í fyrstu fjórum umferðunum. Það voru Björn Daníel Sverrisson miðjumaður FH og Arnar Freyr Ólafsson markvörður HK. Rétt eins og Kyle fengu þeir einu sinni tvö M og þrisvar eitt M. Þeir voru valdir í úrvalslið umferðar einu sinni hvor og voru því skrefi á eftir bandaríska miðverðinum.

Nánar er fjallað um niðurstöðu M-gjafarinnar í apríl í Morgunblaðinu í dag, úrvalsliðið í apríl er birt, og þar er einnig viðtal við leikmann mánaðarins, Kyle McLagan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert