Fjögur mörk í München í fyrri leik risanna

Eric Dier og Jude Bellingham eigast við í kvöld.
Eric Dier og Jude Bellingham eigast við í kvöld. AFP/Kirill Kudryavtsev

Stórveldin Bayern München og Real Madrid skildu jafnir, 2:2, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í München í kvöld.

Bayern byrjaði af krafti og var það algjörlega gegn gangi leiksins er Vinícius Júnior skoraði fyrsta mark leiksins. Slapp hann í gegn á 24. mínútu eftir sendingu frá Toni Kroos og skoraði af öryggi, eina mark fyrri hálfleiks.

Leroy Sané jafnaði fyrir heimamenn á 53. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir góðan sprett og aðeins fjórum mínútum síðar kom Harry Kane Bæjurum í 2:1 með marki úr víti.

Real átti hins vegar lokaorðið og Vinícius skoraði sitt annað mark og annað mark Bayern úr víti á 84. mínútu og þar við sat.

Seinni leikur liðanna fer fram næstkomandi miðvikudag. Sigurvegarinn í einvíginu mætir annað hvort París SG eða Dortmund í úrslitum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Bayern München 2:2 Real Madrid opna loka
90. mín. Lucas Vázquez (Real Madrid) fær gult spjald Togar Davies niður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert