Þór einum sigri frá úrvalsdeildinni

Friðrik Svavarsson og félagar í Þór eru einum sigri frá …
Friðrik Svavarsson og félagar í Þór eru einum sigri frá úrvalsdeild. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Þór er einum sigri frá því að komast upp í úrvalsdeild karla í handbolta eftir útisigur á Fjölni í Grafarvogi í kvöld, 29:27, í þriðja leik liðanna í úrslitum.

Staðan í einvíginu er nú 2:1 og fer Þór upp í efstu deild með sigri á heimavelli sínum í fjórða leik á mánudaginn kemur.

Þórsarar voru litlu skrefi á undan stærstan hluta fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 15:12. Fjölnir sneri taflinu við í seinni hálfleik og komst þremur mörkum yfir, 20:17.

Þá tóku Þórsarar við sér og var staðan 27:27 þegar rúm mínúta var eftir. Þór skoraði tvö síðustu mörkin og tryggði sér tveggja marka sigur.

Aron Hólm Kristjánsson skoraði átta mörk fyrir Þór og þeir Brynjar Hólm Grétarsson og Arnór Þorri Þorsteinsson sex hvor. Kristján Páll Steinsson varði 15 skot í markinu.

Elvar Þór Ólafsson og Björgvin Páll Rúnarsson skoruðu átta mörk hvor fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert