„Þær voru erfiðar“

Ágúst Þór Jóhannsson.
Ágúst Þór Jóhannsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígi gegn annað hvort Fram eða Haukum í Íslandsmóti kvenna í handbolta eftir þægilega þrjá sigra í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍBV.

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals hafði þetta að segja spurður út í hvernig hann horfi á einvígið:

„Þetta var erfiðasti leikurinn í einvíginu og ég átti von á því. Við vissum að þær kæmu og myndu berjast til síðasta manns sem þær gerðu. Þær voru erfiðar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær voru orðnar þreyttar síðustu 15 mínúturnar sem útskýrir markamuninn í leiknum en þær voru gríðarlega öflugar í kvöld. ÍBV er frábært lið með góða reynslu og einn besta markvörð í deildinni sem hélt þeim inni í leiknum lengst af. En ég er bara gríðarlega ánægður með okkar leik í kvöld og heilt yfir okkar leiki í þessu einvígi.“

Það kemur í ljós á morgun hvaða liði Valur mætir í úrslitaeinvíginu. Hvernig sérðu það einvígi fyrir þér?

„Leikirnir í hinum einvíginu hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi. Auðvitað vill maður fá fleiri leiki fyrir handboltann þar sem þetta eru stórskemmtilegir leikir.“

Eitthvað sem kom þér á óvart í leik ÍBV?

„Nei ég get ekki sagt það. Við áttum von á að þær færu í 6-0 vörnina þar sem við erum búin að vera leiða 5-1 vörnina þeirra mjög vel. Síðan var Marta frábær hjá þeim í kvöld eftir að hafa kannski ekki átt sína bestu leiki í þessu einvígi.“

Eitthvað sem þú hefðir viljað sjá fara betur hjá þínu liði í kvöld?

„Nei mér fannst við kannski geta gert marga hluti örlítið betur í fyrri hálfleik, örlítið betur í vörn og örlítið betur í sókn en þegar allt er tekið saman þá get ég ekki verið annað en sáttur við þennan sigur og spilamennsku liðsins,“ sagði Ágúst í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert