Telja erfiðara fyrir opinbera aðila að fjármagna verkefni

Lagasetning stjórnvalda vegna slita á ÍL-sjóði gæti dregið dilk á …
Lagasetning stjórnvalda vegna slita á ÍL-sjóði gæti dregið dilk á eftir sér. mbl.is/Sverrir

Lánasjóður sveitarfélaga (LS) telur í umsögn sinni við frumvarp stjórnvalda um slit á ógjaldfærum opinberum aðilum að lögin gætu verið til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á möguleika opinberra stofnana og fyrirtækja sem undir lögin falla til að fjármagna sig á markaði.

Tilefnið er boðuð lagasetning stjórnvalda um reglur um réttarstöðu þeirra sem eiga kröfur á hendur opinberum aðilum í slitameðferð, sem á til að mynda við fjárhagsvanda og yfirvofandi gjaldþrot Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs), sem ViðskiptaMogginn fjallaði nýlega um.

Heftir aðgengi að markaði

„Ef fjárfestar vilja kaupa skuldabréf sem er gefið út af einhverjum þeim aðilum sem falla undir gildissvið laganna þurfa þeir að framkvæma sérstaka skoðun á því. Til að mynda þurfa fjárfestarnir að afla sér lögfræðiálits um þau áhrif sem lögin kunni að hafa á skuldabréfin. Af því leiðir að lagasetningin mun hefta aðgengi opinberra stofnana og fyrirtækja að markaði, sem vilja eða verða að fjármagna sig með því að gefa út skuldabréf,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri LS, í samtali við ViðskiptaMoggann, spurður nánar um neikvæðu áhrifin.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK