Íslandsbanki skilar hagnaði

Nýju ári fylgja jafnan bæði tækifæri og áskoranir og má …
Nýju ári fylgja jafnan bæði tækifæri og áskoranir og má segja að fyrsti ársfjórðungur hafi borið þess merki segir Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Samsett mynd

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 5,5 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 6,2 milljarðar og dróst hagnaður bankans því saman milli ára.

Þetta kemur fram í uppgjöri sem bankinn birti i dag.

Arðsemi eigin fjár var 9,8% á ársgrundvelli samanborið við 11,4% á fyrsta fjórðungi í fyrra. Markmið bankans er að hlutfallið sé hærra en 10% og er arðsemi eigin fjár því aðeins undir markmiðum. 

Vaxtatekjur dragast saman

Hreinar vaxtatekjur námu 12,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi 2024 og drógust saman um 2,4% samanborið við 12,4 milljarða króna árið áður.  Hreinar þóknanatekjur lækkuðu um 5,0% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023 og námu samtals 3,3 milljörðum króna á fjórðungnum.

Aðrar rekstrartekjur námu 1.098 milljónum króna en voru 43 milljónir á fyrsta ársfjórðungi 2023.

Kostnaðarhlutfall í samræmi við afkomuspá

Kostnaðarhlutfall bankans var 44,9% á fjórðungnum. Það kemur fram í tilkynningu að það hlutfall sé í samræmi við afkomuspá bankans um kostnaðarhlutfall á bilinu 40-45% og nær fjárhagslegu markmiði bankans um að kostnaðarhlutfall sé lægra en 45%.

Stjórnunarkostnaður nam 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024 og hækkaði um 5% milli ára. 

Núverandi umhverfi krefjandi

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir í tilkynningunni að núverandi umhverfi sé krefjandi. 

„Hátt vaxtaumhverfi og þrálát verðbólga hafa sett sitt mark á umræðuna og vísbendingar eru um samdrátt í einkaneyslu. Þá heldur sókn viðskiptavina í verðtryggð húsnæðislán áfram.

Núverandi umhverfi er krefjandi fyrir fyrirtæki landsins en þrátt fyrir það er ekki að merkja mikla aukningu í vanskilum fyrirtækja á undanförnum mánuðum og eignagæði eru enn góð. Í lok apríl bárust loks fréttir af hjöðnun verðbólgu sem hefur ekki mælst jafn lág í rúm tvö ár,“ er haft eftir Jóni Guðna í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK