Verður metið frá 2018 jafnað?

Gangi spá bankans eftir verða ferðamenn um það bil jafnmargir …
Gangi spá bankans eftir verða ferðamenn um það bil jafnmargir á þessu ári og þeir voru á metárinu 2018, um 2,3 milljónir, eða ríflega 3% fleiri en í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerir Landsbankinn ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. 

Bent er á, að ferðamönnum hafi fjölgað hratt eftir heimsfaraldurinn og vöxtur greinarinnar síðustu ár hafi verið töluverður á meðan hún var að ná sér aftur á strik.

„Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og verði um 2,3 milljónir. Við gerum einnig ráð fyrir að greinin skili meiri útflutningsverðmætum en á síðasta ári og þar með mestu verðmætum frá upphafi,“ segir í Hagsjánni.

Fram kemur, að sætaframboð íslensku flugfélaganna í ferðum til landsins yfir sumarið bendi til þess að gera megi ráð fyrir góðu ferðasumri. Það hafi verið um 2% fleiri hótelherbergi í boði á landinu í mars á þessu ári en í mars í fyrra, samkvæmt talningu Hagstofunnar, sem bendi sömuleiðis til þess að greinin sé að vaxa.

„Í heild gerum ráð fyrir að útflutningsverðmæti greinarinnar aukist á milli ára, sem þýðir að árið í ár verði stærsta ferðaþjónustuárið hingað til. Við teljum að ferðaþjónustan haldi svo áfram að vaxa hægt og rólega næstu ár á eftir, að ferðamenn verði 2,4 milljónir árið 2025 og 2,5 milljónir árið 2026.“



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK