Prins Póló snýr heim á Hammondhátíðina

Lífi Svavars Péturs Eysteinssonar eða Prins Póló verður fagnað á …
Lífi Svavars Péturs Eysteinssonar eða Prins Póló verður fagnað á afmælistónleikum á Djúpavogi á morgun. Mynd frá afmælistónleikum í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Hirð tónlistarmannsins heitins Svavars Péturs Eysteinssonar, sem var betur þekktur sem Prins Póló, spilar á Hammondhátíð á Djúpavogi á morgun, 26. apríl.

Er það á sjálfum afmælisdegi prinsins sem hefði fagnað 47 ára afmæli sínu.

Yfirskrift tónleikanna er Prinsinn heim. Þar sem Svavar Pétur bjó í Berufirði og þótti afskaplega vænt um staðinn og fólkið. Hann lést haustið 2022 eftir baráttu við krabbamein.

Spila bestu lög Prins Póló

Hirðin er að þessu sinni svona skipuð: Valdimar Guðmundsson, Lay Low, Benedikt Hermann Hermannsson, Borko, Örvar Smárason, Svanhildur Lóa og Berglind Häsler.

Kynnir verður Sandra Barilli og í veislunni verður tilkynnt hver hlýtur fyrsta styrkinn úr Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar og frá því verður streymt á Instagram-síðu Havarí.

Hirðin spilar bestu lög Prins Póló og FM Belfast þeytir skífum til að klára kvöldið með glans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav