Karl á batavegi og snýr aftur til starfa

Karl III Breta­kon­ung­ur og Kamilla drottning í garði Buckinghamhallar fyrr …
Karl III Breta­kon­ung­ur og Kamilla drottning í garði Buckinghamhallar fyrr í þessum mánuði. Breska konungsfjölskyldan sendi þessa mynd frá sér í dag þegar greint var frá endurkomu konungs. AFP

Karl Bretakonungur mun snúa aftur til opinberra starfa í næstu viku. Breska kon­ungs­höll­in segir að krabbameinsmeðferð hans gangi vel. 

Konungur mun stíga varlega til jarðar eftir endurkomuna. Fyrsta verkefni hans verður táknræn heimsókn á krabbameinsmeðferðarstöð. Meðal áforma konungs í sumar verður að taka á móti keisarahjónum Japans í opinberri heimsókn þeirra. 

Samkvæmt upplýsingum frá höllinni er Karl enn í krabbameinsmeðferð og of snemmt er að segja til um hvenær henni muni ljúka. Segir í yfirlýsingu að læknar konungs séu ánægðir með hvernig hann hafi svarað meðferðinni og bjartsýnir á að hann nái bata.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav