Bjarkey stendur við skammarbréf Svandísar

Bjarkey Olsen er nýr matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen er nýr matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hyggst ekki draga til baka bréf matvælaráðherra til atvinnuveganefndar, sem sent var á síðasta degi Svandísar Svavarsdóttur í því embætti.

Í bréfinu kom fram hörð gagnrýni á breytingar sem urðu á búvörulagafrumvarpi í meðförum þingsins, en upphaflega var frumvarpið lagt fram af Svandísi ráðherra. Það flækti málið ögn að Bjarkey, sem síðan er orðin matvælaráðherra, sat í atvinnuveganefnd og er því meðal þeirra sem skammirnar beindust að.

Vakti kurr á þinginu

Bréf matvælaráðherra, undirritað af Ásu Þórhildi Þórðardóttur og Elísabetu Önnu Jónsdóttur, lögfræðingum á landbúnaðarskrifstofu ráðuneytisins, vakti kurr á Alþingi, þar sem ekki er talið við hæfi að ráðherra, framkvæmdavaldið, leggi löggjafanum línurnar um störf hans.

Bjarkey matvælaráðherra svaraði í gær spurningum Morgunblaðsins frá liðinni viku og segir þar að bréfið verði ekki dregið til baka. Hins vegar lét hún vera að svara því hvort þingið yrði beðið afsökunar á afskiptunum.

„Í bréfinu koma fram ábendingar sem ráðuneytið taldi rétt og eðlilegt að kæmu fram, þar sem m.a. er bent á misræmi í nefndaráliti með breytingatillögu og hinum nýsamþykktu lögum sem hefur valdið misskilningi í opinberri umræðu.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert